Innlent

Sendinefnd AGS fer á morgun

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verið hefur hér á landi undanfarnar tvær vikur heldur af landi brott á morgun.

Fulltrúar sjóðsins hafa verið hér á landi frá 26. febrúar til að gera úttekt á framgangi stjórnvalda við að fylgja áætlun sem fyrir liggur og er forsenda fyrir 2,1 milljarða dala fyrirgreiðslu sjóðsins.

Sendinefndin framlengdi dvöl sína um þrjá daga en í fyrstu stoð til hún færi síðastliðin þriðjudag. Ráðgert er Mark Flanagan, sem fer fyrir nefndinni, fundi með fjölmiðlafólki á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×