Enski boltinn

Tottenham bauð í Wagner Love

Brasilíski framherjinn Wagner Love hjá CSKA í Moskvu hefur gefið það upp að Tottenham hafi óskað eftir kröftum hans í janúar, en forráðamenn CSKA hafi neitað kauptilboði enska félagsins.

Love er 24 ára gamall og hefur verið hjá liðinu síðan árið 2004 þegar hann kom frá Palmeiras í heimalandi sínu.

Hann hefur m.a. verið orðaður við Everton og Chelsea, en hann hefur fram að þessu ekki verið orðaður við Tottenham.

Love segist vel geta hugsað sér að spila í stærri deildum Evrópu, en hann er samningsbundinn rússneska liðinu fram á mitt næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×