Íslenski boltinn

Umfjöllun: FH vann ótrúlegan sigur á Breiðabliki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Atli Viðar Björnsson reynir að koma knettinum í netið í kvöld.
Atli Viðar Björnsson reynir að koma knettinum í netið í kvöld. Mynd/Stefán
FH vann 3-2 sigur á Breiðabliki eftir að hafa lent 2-0 undir í leiknum. Sigurmarkið kom í blálok leiksins.

Guðmundur Kristjánsson og Alfreð Finnbogason komu Blikum í 2-0 og Alfreð fékk svo gullið tækifæri til að auka forystuna í 3-0. Hann var sloppinn einn í gegnum vörn FH en lét Daða verja frá sér.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerði þrjár breytingar á 68. mínútu leiksins og eftir það skoruðu Íslandsmeistararnir þrívegis. Fyrst Matthías Vilhjálmsson, svo varð Guðmann Þórisson fyrir því óláni að skora sjálfsmark en sigurmarkið skoraði Alexander Söderlund með glæsilegu skoti úr vítateignum.

Þrátt fyrir að Blikar væru yfir í hálfleik var fyrri hálfleikurinn algjör eign FH-inga. Liðið sótti án afláts og skapaði sér fjölda marktækifæra en Ingvar Þór Kale fór mikinn í marki Breiðabliks.

Breiðablik skoraði strax í upphafi síðari hálfleiks og sló FH útaf laginu. Blikar fengu nokkur færi til að komast í 3-0 en eftir að Heimir gerði þrefalda skiptingu og Alfreð Finnbogason klúðraði besta færi leiksins tóku FH-ingar aftur öll völd á vellinum og unnu að lokum verðskuldaðan en tæpan sigur.

Það gerist ekki betra fyrir FH en að skora mark með síðustu spyrnu leiksins en að sama skapi er tapið súrt fyrir Breiðablik sem hefðu hæglega getað tryggt sér sigurinn í kvöld og náð Stjörnunni að stigum á toppi deildarinnar.

FH og Breiðablik eru þremur stigum frá toppnum eftir fyrsta sigur FH á Breiðablik á útivelli síðan Blikar komu aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2005.

Breiðablik - FH 2-3

1-0 Guðmundur Kristjánsson (23.)

2-0 Alfreð Finnbogason (47.)

2-1 Matthías Vilhjálmsson (73.)

2-2 Atli Guðnason (85.)

2-3 Alexander Söderlund (90.)

Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 1.570

Dómari: Einar Örn Daníelsson (7)

Skot (á mark): 10-23 (7-14)

Varin skot: Ingvar 11- Daði 5

Aukaspyrnur fengnar: 6-10

Hornspyrnur: 10-8

Rangstöður: 2-3

Breiðablik 4-3-3:

Ingvar Þór Kale 7- maður leiksins

Árni Kristinn Gunnarsson 3

Guðmann Þórisson 3

Kári Ársælsson 6

Kristinn Jónsson 6

Finnur Orri Margeirsson 6

Guðmundur Kristjánsson 7

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5

Kristinn Steindórsson 7

(90. Elfar Freyr Helgason -)

Alfreð Finnbogason 7

Olgeir Sigurgeirsson 3

(81. Haukur Baldvinsson -)

FH 4-3-3:

Daði Lárusson 6

Guðmundur Sævarsson 6

Pétur Viðarsson 6

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7

Hjörtur Logi Valgarðsson 7

Davíð Þór Viðarsson 4

Matthías Vilhjálmsson 6

Tryggvi Guðmundsson 6

(68. Tommy Nielsen 6)

Matthías Guðmundsson 3

(68. Björn Daníel Sverrisson 6)

Atli Viðar Björnsson 3

(Alexander Söderlund 7)

Atli Guðnason 7




Tengdar fréttir

Heimir: Erum að skemmta fólkinu

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var brosmildur og kátur eftir ótrúlegan sigur FH á Breiðabliki í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×