Enski boltinn

Gerrard: Þeir verða ekki mikið stærri en þessi

NordicPhotos/GettyImages

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segist vonast til að hans menn nái að byggja á góðum sigri á Chelsea um helgina þegar þeir mæta Everton á útivelli í fjórðu umferð enska bikarsins.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gerrard skoraði jöfnunarmark Liverpool í hörkuleik og því er um aukaleik að ræða í kvöld.

"Menn eru orðnir gramir á öllum þessum jafnteflum undanfarið, því þetta voru oftar en ekki leikir sem við áttum að vinna. Mér fannst við eiga skilið að vinna Chelsea og nú verðum við að nýta okkur sjálfstraustið til að leggja Everton. Leikirnir verða ekki mikið stærri en þessir og ég veit að Everton verður alveg jafn erfitt viðureignar og það var á Anfield," sagði Gerrard í samtali við Liverpool Echo.

Hann vildi ekki gera mikið úr markaskorun sinni í síðustu leikjum gegn Everton. "Ég var heppinn að ná að skora gegn Everton í síðustu leikjum en það skiptir engu máli hver skorar ef við bara komumst áfram. Þetta snýst bara um að vinn aleikinn," sagði fyrirliðinn.

Leikur Liverpool og Everton um klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×