Erlent

Hermenn fögnuðu Obama í óvæntri heimsókn til Íraks

Bandarískir hermenn fögnuðu forseta sínum innilega við komu hans til Íraks í dag.
Bandarískir hermenn fögnuðu forseta sínum innilega við komu hans til Íraks í dag. MYND/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, kom í dag í óvænta heimsókn til Bagdads, höfuðborgar Íraks. Bandarískir hermenn fögnuðu forseta sínum innilega við komu hans til landsins. Þetta var fyrsta heimsókn Obama til Íraks eftir að hann var kjörinn forseti.

Obama var andsnúinn stríði Bandaríkjamanna í Írak og sagðist í kosningabaráttu sinni ætla að kalla bandaríska hermenn frá landinu í áföngum.

Forsetinn fundaði með Ray Odierno, yfirmanni herliðs Bandaríkjamanna í landinu, í aðalbækistöð hersins í höfuðborginni. Þá var ráðgert að hann ætti fund með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.

Obama með bandarískum hermönnum í dag.MYND/AP
Undanfarna daga hefur Obama dvalið í Evrópu, nú síðast í Tyrklandi. Áður var hann á leiðtogafundi 20 helstu iðnvelda heims í London. Af þeim fundi loknum fór hann leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Þýskalandi og Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×