Erlent

Fjögurra leitað eftir skotbardaga í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fjórir menn eru eftirlýstir af lögreglunni í Kaupmannahöfn eftir að til skotbardaga kom við Hans Knudsens-torgið laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vitni segja að sex til átta skotum hafi verið hleypt af og nokkrir menn hafi sést forða sér af staðnum á hlaupum. Lögregla fann tóm skothylki á vettvangi en segir ekki ljóst hvort nokkur hafi orðið fyrir skoti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×