Erlent

Craz-E Burger nýjasta sprengja Bandaríkjamanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er gripurinn.
Þetta er gripurinn.

Í Massachusetts í Bandaríkjunum hefur nú litið dagsins ljós sú hitaeiningasprengja sem seint verður slegin út og sameinar að auki tvo vinsæla rétti þarlendra, hamborgarann og kleinuhringinn. Þetta er svonefndur Craz-E Burger, blendingur beikonborgara og kleinuhrings. Útfærslan er þannig að í stað hamborgarabrauðs kemur grillaður kleinuhringur þakinn smjöri og glassúr en á milli er hamborgarinn með öllu tilheyrandi. Þetta fyrirbæri mælist 1.500 hitaeiningar og slagar hátt upp í meðalhitaeiningaþörf konu yfir daginn sem er 2.200 hitaeiningar samkvæmt viðmiðunum Lýðheilsustöðvar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.