Lífið

Endurfundur þeirra sem djömmuðu á Inghól á seinustu öld

Frá þessum rómaða skemmtistað Inghól.
Frá þessum rómaða skemmtistað Inghól.
Laugardaginn 14. mars verður stórviðburður í Hvítahúsinu á Selfossi, en þá verður haldið Inghóls reunion fyrir alla þá sem djömmuðu á Inghól á milli 1993 og 1999.

Þar er hið fornfræga diskótekaragengi DJ Marvin og TJ the DJ, eða einn stuttur og einn breiður, sem munu þeyta skífum. Það er Einar Bárðarson, Umboðsmaður Íslands, sem stendur að uppákomunni en hann var skemmtanastjóri á þessu rómaða skemmtistað á árunum 1993 til 1996 og hóf þar feril sinn í skemmtanabransanum.

,,Þetta er merkilegt. Við byrjuðum að kynna þetta í desember á Facebook síðunni og á sólahring höfðu um 800 manns kynnt sér giggið og 400 manns staðfest komuna. Þannig að mannskapurinn er búinn að vera hita upp í marga mánuði á Facebook," segir Einar Bárðarson sem hér áður fyrr gegg undir nafninu Dj. Marvin.

Nú þegar hafa um það bil 300 miðar selst á viðburðinn og stefnir í mikinn fögnuð, að fram kemur í tilkynningu. Forsala er í fullum gangi í Riverside Spa og Barón, en henni lýkur á föstudaginn klukkan 19. Facebook síðuna má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.