Innlent

Ætla að mótmæla Icesave á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Icesave mótmælum fyrr á árinu. Mynd/ Valgarður.
Frá Icesave mótmælum fyrr á árinu. Mynd/ Valgarður.
Hópur fólks hefur efnt til mótmæla á morgun vegna Icesave samninganna sem nú eru til umræðu á Alþingi. Í tilkynningu sem Margrét Friðriksdóttir, ein úr hópnum, sendi fjölmiðlum segir að gert sé ráð fyrir að hópurinn muni standa fyrir tvennum mótmælum á næstunni. Þau fyrri verði á morgun en jafnframt sé gert ráð fyrir mótmælum þann 1. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að mótmælendur hittist klukkan 12 á hádegi við Stjórnarráðið á morgun og gangi þaðan niður að Alþingishúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×