Innlent

Ríkisstjórnin vísar Icesave til Alþingis

Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi í morgun að vísa frumvarpi um ríkisábyrgðir vegna Icesave skuldbindinga til meðferðar Alþingis. Gert er ráð fyrir því að frumvarpinu verði dreift í dag og að þingið hafi málið svo til meðferðar næstu daga eða jafnvel vikur. Frumvarpið sjálft mun vera einfalt í sniðum, um það bil tvær blaðsíður, en því fylgja gögn sem eru sögð varpa frekara ljósi á málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×