Enski boltinn

Evans tæpur fyrir leikinn gegn Inter

NordicPhotos/GettyImages

Óvíst er hvort norður-írski miðvörðurinn Johnny Evans hjá Manchester United verði í leikmannahópnum gegn Inter Milan í Meistaradeildinni í næstu viku.

Evans haltraði meiddur af velli í sigrinum á Blackburn í gær eftir að gömul ökklameiðsli tóku sig upp að nýju.

Ástand hans verður nú metið skömmu fyrir leikinn á San Siro, en hann er þá líka tæpur fyrir úrslitaleikinn í deildabikarnum gegn Tottenham um næstu helgi.

Evans bætist í hóp þeirra Nemanja Vidic, Gary Neville, Wes Brown og John O´Shea sem allir eiga við meiðsli að stríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×