Erlent

Minningarathöfn um Jackson á þriðjudag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Aðgangur að minningarathöfn um Michael Jackson, sem haldin verður í Staples Center í Los Angeles á þriðjudaginn, verður takmarkaður við 11.000 manns og þurfa þeir, sem hyggjast reyna að næla sér í miða, að skrá sig sérstaklega fyrir fram. Leiðbeiningar um hvernig þeirri skráningu verður háttað verða birtar síðar í dag. Ekki verður selt inn á athöfnina og eru miðarnir 11.000 ókeypis. Hins vegar má ætla að hart verði barist um þá af aðdáendum Jacksons heitins. Fjölskylda hans heldur sína eigin minningarathöfn áður en opinbera athöfnin fer fram og lætur ekki upp hvar það gerist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×