Innlent

Fulltrúi Framsóknar vill fund í allsherjarnefnd

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins.

Vigdís Hauksdóttir, þingkona framsóknarmanna og fulltrúi í allsherjarnefnd, hefur farið fram á fund í nefndinni vegna ástandsins í fangelsismálum. Eins og komið hefur fram í fréttum eru fangelsi þjóðarinnar yfirfull og langur biðlisti eftir afplánun.

Þá hefur lögreglan miklar áhyggjur af því að erlend þjófagengi sem hafa verið gripin á höfuðborgarsvæðinu gætu gengið laus vegna plássleysis í fangelsiskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×