Erlent

John Gotti yngri ákærður í fjórða sinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
John Gotti yngri.
John Gotti yngri.

John Gotti yngri, sonur og alnafni eins alræmdasta mafíuforingja Bandaríkjanna, er nú fyrir rétti í New York, ákærður fyrir fjárkúgun og svik af ýmsu tagi. Þetta er í fjórða skiptið sem Gotti er ákærður en fram að þessu hefur ekki tekist að sakfella hann. Það gæti breyst núna þar sem lykilvitni í málinu er æskuvinur Gottis og leigumorðingi Gambino-mafíufjölskyldunnar sem Gotti tilheyrir. Verjendur Gottis munu halda því fram að brot hans séu fyrnd þar sem hann hafi ekki gerst sekur um neina glæpi í áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×