Innlent

Teknir með þýfi í Vatnagörðum

Lögregla stöðvaði mann í Vatnagörðum í gærkvöldi sem grunaður var um fíkniefnakstur. Tveir menn voru í bílnum og þegar betur var að gáð kom í ljós að þeir voru með þýfi meðferðis.

Um var að ræða gsm síma og staðsetningartæki. Lögregla handtók mennina sem báðir eru á fertugsaldri og gista þeir nú fangageymslur. Þeir verða yfirheyrðir þegar líða tekur á morguninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×