Innlent

Ætlar að hlaupa sjötíu kílómetra á dag

Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að bæta aðbúnað á Grensásdeildinni geta lagt inn á reikning 0130-26-9981, kt. 660269-5929.
Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að bæta aðbúnað á Grensásdeildinni geta lagt inn á reikning 0130-26-9981, kt. 660269-5929.

Gunnlaugur Júlíusson, sem þessa dagana hleypur frá Reykjavík til Akureyrar, hóf annan dag hlaupsins snemma í gær­morgun. Hélt Gunnlaugur af stað frá Borgar­nesi og var ætlunin að ná eins langt upp á Holtavörðuheiði og unnt væri. Gunnlaugur áætlar að hlaupa að jafnaði um sjötíu kílómetra á dag.

Hlaupið fer fram undir merkjum fjár­öflunar­átaks fyrir Grensásdeildina og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Það er jafnframt minningarhlaup um Jón H. Sigurðsson, hlaupara frá Úthlíð. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Sigurður Guðmundsson hjá UMFÍ. „Fólk sýnir framtakinu mikinn áhuga og margir hafa lýst áhuga á að hlaupa hluta leiðarinnar með Gunnlaugi, sem er mjög jákvætt.“

Meðal þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum til átaksins er Staðarskáli, sem veitir Gunnlaugi og aðstoðarmönnum hans frían mat og gistingu. Bílaleiga Akureyrar lagði bifreið til átaksins, en hún fylgir hlauparanum eftir alla leiðina til Akureyrar.

Í dag er ætlun Gunnlaugs að hlaupa austur fyrir Hvammstanga og á miðvikudag sem lengst inn í Langadal í áttina að Vatnsskarði. Stefnt er að því að ljúka hlaupinu á föstu­dags­kvöld á Íþróttaleikvangi Akureyrar við setningu 26. Landsmóts Ungmennafélags Íslands.

Forsvarsmenn Depils hafa komið staðsetningartæki fyrir á Gunnlaugi hlaupara og geta því áhugasamir fylgst beint með hlaupinu á slóðinni http://depill.is/LiveTracking.aspx?alias=umfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×