Íslenski boltinn

Finnur Orri æfir með Heerenveen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnur Orri bjargar hér á línu í leik Breiðabliks gegn KR í sumar.
Finnur Orri bjargar hér á línu í leik Breiðabliks gegn KR í sumar. Mynd/Stefán

Finnur Orri Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, mun á næstunni halda til Hollands þar sem hann mun æfa með úrvalsdeildarfélaginu Heerenveen í eina viku.

Finnur Orri hefur verið orðaður við erlend félög nú í vetur, til að mynda Hamburg í Þýskalandi.

Fyrir hjá Heerenveen eru þeir Arnór Smárason og Björn Jónsson. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×