Enski boltinn

Keane: Tók ranga ákvörðun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robbie Keane fann sig ekki hjá Liverpool.
Robbie Keane fann sig ekki hjá Liverpool.

Robbie Keane skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Tottenham sem kaupir hann frá Liverpool á 12 milljónir punda. Sú upphæð gæti þó átt eftir að hækka.

„Það var erfið ákvörðun að yfirgefa Tottenham síðasta sumar," sagði þessi 28 ára sóknarmaður. „Það kom í ljós að þetta var ekki rétt skref fyrir mig. Ég veit að einhverjum stuðningsmönnum Tottenham finnst að ég brást þeim en ég ætla að vinna þá aftur á mitt band."

Keane gekk til liðs við Liverpool fyrir um 20 milljónir punda en hann skoraði aðeins fimm mörk í 19 leikjum fyrir félagið sem hann studdi sem strákur.

„Við vildum ekki missa Keane síðasta sumar en við vildum leyfa honum að taka ákvörðunina eftir að hafa þjónað Tottenham í sex ár," sagði stjórnarformaður Tottenham, Daniel Levy.

Keane er þriðji leikmaðurinn sem Harry Redknapp fær aftur til baka á White Hart Lane á þessu ári. Hinir eru sóknarmaðurinn Jermain Defoe og varnarmaðurinn Pascal Chimbonda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×