Innlent

Þjóðgarðurinn stækkaður

Skóflustunga Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók fyrstu skóflu-stunguna að nýrri gestastofu í gær.
Skóflustunga Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók fyrstu skóflu-stunguna að nýrri gestastofu í gær.

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra undirritaði nýja reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til norðurs í þjóðgarðinum í gær. Hún tók einnig fyrstu skóflu-stunguna að nýrri gestastofu þjóðgarðsins á Skriðuklaustri.

Með stækkun þjóðgarðsins verður Trölladyngja öll, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af garðinum. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu. Hann var áður um 11.700 ferkílómetrar, en hefur nú verið stækkaður í 13.610 ferkílómetra, sem er um þrettán prósent af flatarmáli Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×