Íslenski boltinn

FH vann meistarakeppni KSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Davíð Þór lyftir bikarnum á loft í Kórnum.
Davíð Þór lyftir bikarnum á loft í Kórnum. Mynd/Anton

FH er meistari meistaranna í karlaflokki. FH vann öruggan 3-1 sigur á KR í Kórnum í kvöld. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir FH og Björn Daníel Sverrisson eitt. Jónas Guðni Sævarsson klóraði í bakkann fyrir KR-inga.

KR réð ferðinni framan af leik en tvö mörk frá Tryggva snéru gangi leiksins. Tryggvi fór af velli eftir seinna markið sem var glæsilegt - beint úr aukaspyrnu. KR skapaði nánast ekkert.

Í síðari hálfleik var FH sterkara liðið og komst sanngjarnt í 3-0. Jónas Guðni klóraði í bakkann en lengra komst KR ekki.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Viktor Guðmundsson, Guðmundur Sævarsson, Björn Daníel Sverrisson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Pétur Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason.

Byrjunarlið KR: Stefán Logi Magnússon, Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Prince Rajcomar, Mark Rutgers, Baldur Sigurðsson, Jordao Diogo.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×