Innlent

Þingmenn Suðurkjördæmis funda í hádeginu

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík.

Alþingismenn Suðurkjördæmis ætla að að hittast í hádeginu til að átta sig á því hvort úrskurður umhverfisráðherra í gær, um mat á umhverfisáhrifum vegna raflínu á milli Hellisheiðar og Helguvíkur, gangi gegn stöðugleikasáttmálanum eða tefji á einhvern hátt byggingu álvers við Helguvík. Þeir óska eftir því að fulltrúar umhverfisráðuneytisins og Skipulagsstofnunar komi á fundinn. Ýmsir talsmenn atvinnulífs og sveitarstjórna telja að úrskurðurinn gangi þvert á þau fyrirheit, sem Alþingi og ríkissjórn hafa gefið Norðuráli, varðandi álver í Helguvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×