Íslenski boltinn

Albert aftur heim í Árbæinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Albert Brynjar í Fylkisbúningnum.
Albert Brynjar í Fylkisbúningnum. Fréttablaðið/Anton
Albert Brynjar Ingason hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Fylki. Albert fékk ein af alls 215 félagaskiptum sem afgreidd voru í gær en leikmannamarkaðnum á Íslandi hefur nú verið lokað.

Albert gekk í raðir Vals, þar sem faðir hans Ingi Björn Albertsson gerði garðinn frægan, og skoraði fjögur mörk í þeim sautján leikjum í fyrra þar sem hann kom við sögu.

Albert er 23 ára gamall sóknarmaður og er kærkominn viðbót fyrir Fylki sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi-deildinni til þessa.

Hér má sjá lista yfir öll félagaskipti sem staðfest voru í gær á heimasíðu KSÍ, en Fylkir var eina félagið í efstu deild karla sem fékk til sín leikmann þann daginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×