Innlent

Litháar á drekkhlöðnum bíl játuðu innbrot

Lögreglan á góðum degi, en þeir handtóku bíræfna innbrotsþjófa í síðustu viku.
Lögreglan á góðum degi, en þeir handtóku bíræfna innbrotsþjófa í síðustu viku.

Litháarnir tveir sem lögreglan á Selfossi handtók í liðinni viku játuðu að hafa brotist inn í sumarbústað í nágrenni Flúða. Alls brutust þeir inn í níu sumarbústaði. Lögreglan varð var við mennina í síðustu viku en það vakti ahygli þeirra hversu sigin afturendi bílsins var.

Við leit í bílnum kom í ljós að hann var drekkhlaðinn að þýfi. Þegar lögreglan innti mennina eftir svari þá sögðust þeir hafa fundið góssið á miðri götu. Að lokum óskuðu þeir einfaldlega eftir lögmanni.

Mennirnir hafa verið hnepptir í farbann. Þá hefur málið verð sent til saksóknara til frekari meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×