12 ára á neyðarmóttöku eftir partí 26. nóvember 2009 04:00 Neyðarmóttakan Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttökunnar, segir að þegar Netið hafi komið til sögunnar hafi enn ein birtingarmynd kynferðisofbeldis tekið við. Allt niður í tólf ára stúlkubörn hafa leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana á Landspítala eftir að hafa verið í partíum eða kynnst einhverjum á Netinu. Þetta segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttökunnar. „Þær kynnast gjarnan einhverjum gegnum skemmtanir, partí eða Netið. Þótt þær séu sem betur fer ekki margar svona ungar sem leita til neyðarmóttöku þá er umgjörðin oft sú sama. Gerendur lokka þær til fylgilags við sig og misnota sér aldur og þroskaleysi þeirra.“ Stærsti samanlagði hópurinn sem leitar á neyðarmóttökuna er tólf til átján ára og yngri, að sögn Eyrúnar. Hann er rúmlega 30 prósent af heildinni. „Það er misjafnt milli ára hversu margir á yngsta aldursbilinu koma inn,“ segir Eyrún. „Þegar Netið kom til sögunnar bættist enn ein birtingarmyndin við. Það á ekki einungis við um yngsta aldurshópinn, heldur geta líka eldri konur lent í sömu aðstæðum.“ Eyrún segir að hópnauðganir og nauðganir á skemmtistöðum hafi færst í vöxt á síðustu tveimur til þremur árum. „Hvað varðar hópnauðganir þá eru þær oftast skemmtana- og áfengistengdar. Fólk er úti á lífinu að skemmta sér og endar í mismunandi aðstæðum, heima hjá geranda, þolanda eða annars staðar þegar brotið er framið. Um þriðjungur brotaþola sem leita til Neyðarmóttökunnar er í áfengisdái þegar brot er framið, sem er auðvitað mjög alvarlegt. Oft eru ýmis formerki um að það sé verið að ná sér í fórnarlamb í málum sem varða til dæmis hópnauðganir.“ Nauðganir á skemmtistöðum segir Eyrún vera oftast á salernunum með þeim hætti að ruðst er inn á konurnar og verknaðurinn framinn. Nokkrir þolendur mansals hafa komið á neyðarmóttökuna síðastliðin ár. „Hingað hafa komið konur sem sendar hafa verið milli landa í kynlífsánauð. Birtingarmyndir þessa ofbeldis eru margar,“ segir Eyrún. „Þá hafa komið hingað konur sem óábyrgir makar hafa fengið hingað til lands á hæpnum forsendum og haldið síðan í algjörri ánauð á sínu heimili.“ Eyrún segir þolendur yfirleitt koma á neyðarmóttöku fyrir tilstilli samtaka sem konurnar hafi leitað til eða á eigin vegum, til dæmis vegna áverka og leita þá meðal annars til slysa- og bráðadeildar LSH. jss@frettabladid.is Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Allt niður í tólf ára stúlkubörn hafa leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana á Landspítala eftir að hafa verið í partíum eða kynnst einhverjum á Netinu. Þetta segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttökunnar. „Þær kynnast gjarnan einhverjum gegnum skemmtanir, partí eða Netið. Þótt þær séu sem betur fer ekki margar svona ungar sem leita til neyðarmóttöku þá er umgjörðin oft sú sama. Gerendur lokka þær til fylgilags við sig og misnota sér aldur og þroskaleysi þeirra.“ Stærsti samanlagði hópurinn sem leitar á neyðarmóttökuna er tólf til átján ára og yngri, að sögn Eyrúnar. Hann er rúmlega 30 prósent af heildinni. „Það er misjafnt milli ára hversu margir á yngsta aldursbilinu koma inn,“ segir Eyrún. „Þegar Netið kom til sögunnar bættist enn ein birtingarmyndin við. Það á ekki einungis við um yngsta aldurshópinn, heldur geta líka eldri konur lent í sömu aðstæðum.“ Eyrún segir að hópnauðganir og nauðganir á skemmtistöðum hafi færst í vöxt á síðustu tveimur til þremur árum. „Hvað varðar hópnauðganir þá eru þær oftast skemmtana- og áfengistengdar. Fólk er úti á lífinu að skemmta sér og endar í mismunandi aðstæðum, heima hjá geranda, þolanda eða annars staðar þegar brotið er framið. Um þriðjungur brotaþola sem leita til Neyðarmóttökunnar er í áfengisdái þegar brot er framið, sem er auðvitað mjög alvarlegt. Oft eru ýmis formerki um að það sé verið að ná sér í fórnarlamb í málum sem varða til dæmis hópnauðganir.“ Nauðganir á skemmtistöðum segir Eyrún vera oftast á salernunum með þeim hætti að ruðst er inn á konurnar og verknaðurinn framinn. Nokkrir þolendur mansals hafa komið á neyðarmóttökuna síðastliðin ár. „Hingað hafa komið konur sem sendar hafa verið milli landa í kynlífsánauð. Birtingarmyndir þessa ofbeldis eru margar,“ segir Eyrún. „Þá hafa komið hingað konur sem óábyrgir makar hafa fengið hingað til lands á hæpnum forsendum og haldið síðan í algjörri ánauð á sínu heimili.“ Eyrún segir þolendur yfirleitt koma á neyðarmóttöku fyrir tilstilli samtaka sem konurnar hafi leitað til eða á eigin vegum, til dæmis vegna áverka og leita þá meðal annars til slysa- og bráðadeildar LSH. jss@frettabladid.is
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira