Innlent

Guðni óttast vinstristjórn

Guðni Ágústsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins.
Guðni Ágústsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins.

Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, óttast vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Hann telur að ríkisstjórn flokkanna muni skorta þrek og ráð til að endurreisa atvinnulífið og heimilin í landinu og ná nýjum sóknarfærum fyrir Ísland. Guðni gleðst aftur á móti yfir árangri Framsóknarflokksins.

„Ég er auðvitað afar glaður að Framsóknarflokkurinn hafi náð nýju flugi og það er full ástæða til að óska hinum unga þingflokki til hamingju með árangurinn. Ekki síst í Reykjavík," segir Guðni og bætir við að heildarúrslit þingkosninganna séu hins vegar áhyggjuefni.

„Ég óttast að á næstunni muni skorta festuna í pólitíkina en ég held að það hafi þurft enn sterkari Framsóknarflokk," segir flokksforinginn fyrrverandi.

Þá telur Guðni að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, eigi mikið verk fyrir höndum.

Bjarni gjaldi fyrst og fremst fyrir þá vakt sem að Sjálfstæðisflokkurinn bar mesta ábyrgð á í landsstjórninni ásamt Samfylkingunni og jafnframt fyrir vonda styrkjaumræðu frá 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×