Enski boltinn

Benitez neitar að gefast upp

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki meina að lið hans sé úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn þó það hafi orðið að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Manchester City í dag.

"Menn verða auðvitað að vinna alla leiki þegar þeir eru að elta toppliðið, svo við erum vissulega vonsviknir," sagði Benitez í samtali við Sky eftir leikinn í dag.

"Maður veit samt aldrei. Við höfum tækifæri til að saxa á forskotið í hverjum leik og Chelsea-menn vilja meina að þeir eigi enn möguleika á titlinum - svo við hljótum að eiga það líka. Við töpuðum tveimur stigum í dag en við getum unnið þá leiki sem við eigum eftir og svo eigum við eftir að spila (við Manchester United) á Old Trafford, svo við skulum sjá til," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×