Innlent

Meint skattabrot í Baugsmálinu tekin fyrir í dómi

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Fyrirtaka í skattahluta Baugsmálsins var í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkislögreglustjóri gaf í desember í fyrra út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu systur hans, Tryggva Jónssyni, Baugi og Gaumi fyrir meint skattalagabrot á árunum 1998 til 2002.

Ákærðu fóru fram á að málinu yrði vísað frá þar sem rannsókn á Baugsmálinu hefði staðið óhæfilega lengi yfir auk þess sem ríkislögreglustjóri hefði ekki lagt sjálfstætt mat á rannsóknina. Héraðsdómur synjaði frávísunarkröfunni í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×