Íslenski boltinn

Hannes: Vona að Óli Jó hafi verið á vellinum

Breki Logason skrifar
Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram.
Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram.
Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram hélt hreinu í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn ÍBV í kvöld. Hannes hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undanfarið og lét Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari þau orð meðal annars falla rétt fyrir mót að hann ætlaði að fylgjast vel með Hannesi í sumar.

"Ég var mjög ánægður með sjálfan mig í kvöld. Ég er búinn að spila fáa leiki á undirbúningstímabilinu og það er gott að byrja vel, ég hélt allavega hreinu," sagði Hannes eftir leikinn.

Aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir pressu eftir þessi orð Ólafs sagði Hannes. "Ég vona bara að hann hafi verið uppi í stúku í kvöld. Ég er í ágætis standi og bíð hann velkominn á leiki. Auðvitað veit ég af þessu og finn fyrir smá pressu, en það er bara gott að vera undir pressu, ég hef gaman af því."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×