Íslenski boltinn

Tómas: Þessir leikmenn eru ekki að elta peninga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tómas átti frábæran leik í kvöld.
Tómas átti frábæran leik í kvöld. Mynd/Stefán

Hinn tvítugi Tómas Þorsteinsson, Fylkismaður og sonur sjónvarpsmannsins Þorsteins Joð Vilhjálmssonar, lék sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld. Hann átti virkilega flottan leik og gjörsamlega „snýtti" reynsluboltanum Ólafi Páli Snorrasyni.

„Ég spilaði á móti honum líka á undirbúningstímabilinu og þá gekk mér líka vel á móti honum. Ég náði bara að lesa hreyfingar hans," sagði Tómas brosmildur en er Ólafur þá svona léttur?

„Já, hann er óvenju léttur," sagði Tómas og hló.

„Ég er annars rosalega kátur. Við börðumst eins og brjálæðingar og virkilega gaman að vinna fyrsta leikinn. Ég vil meina að við séum með betra byrjunarlið en í fyrra," sagði Tómas og bætti ákveðinn við.

„Við vorum með einhverja útlendinga í fyrra sem voru æði misjafnir. Mér persónulega fannst Danirnir tveir ekkert geta. Ian Jeffs var reyndar góður en sýndi það ekki almennilega í leikjum. Núna eru flottir, ungir strákar í liðinu sem eru til í að leggja sig fram en eru ekki að elta einhverja peninga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×