Innlent

Innbrotsþjófur gekk beint í flasið á húsráðendum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan náði manninum við Úthlíð. Mynd/ Anton.
Lögreglan náði manninum við Úthlíð. Mynd/ Anton.
Lögreglan handtók innbrotsþjóf nálægt Úthlíð í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun.

Maðurinn, sem er þekktur hjá lögreglunni, hafði brotist inn í mannlausa íbúð. Á meðan maðurinn var að athafna sig inn í íbúðinni komu íbúar að manninum og flúði hann þá.

Íbúar hringdu á lögreglu sem kom skömmu seinna og náði manninum með muni sem grunur leikur á að sé þýfi úr innbrotinu. Hann er nú í haldi lögreglunnar og verður yfirheyrður síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×