Erlent

Komu í veg fyrir mannskæða árás

Ísraelskir hermenn við Vesturbakkann.
Ísraelskir hermenn við Vesturbakkann.

Ísraelska lögreglan tilkynnti í morgun að hún hefði komið í veg fyrir mannskæða sprengjuárás herskárra Palestínumanna fyrir utan troðfulla verslunarmiðstöð í Haifa í norðurhluta Ísraels.

Talsmaður lögreglu segir að stór sprengja hafi fundist í bíl sem hafi verið lagt fyrir utan bygginguna og hún hafi verið aftengd. Hún hafi uppgötvast þegar lítil sprengja sem einnig hafi verið komið fyrir í bílnum sprakk.

Engan sakaði.

Samtök sem sögð eru tengjast Hizbollah skæruliðum í Líbanon segjast hafa komið sprengjunum fyrir til að hefna fyrir aðgerðir Ísraelshers á Gaza og Vesturbakkanum og niðurrif palestínskra heimila í Austur-Jerúsalem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×