Enski boltinn

Scoles: Þetta er ekki búið

NordicPhotos/GettyImages

Gamli refurinn Paul Scholes hjá Manchester United þótti eiga skínandi leik í gær þegar lið hans náði fimm stiga forystu á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

United vann 3-0 sigur á Fulham og skoraði Scholes fyrsta mark leiksins með þrumuskoti og lagði svo upp annað.

Margir eru eflaust farnir að hallast að því að meistararnir eigi titilinn vísan í vor, en Scholes er hógvær og ekki vanur að gefa út stórar yfirlýsingar.

"Sigrarnir eru að verða ansi mikilvægir á þessum tímapunkti. Það er gott að hafa fimm stiga forystu en það er enn talsvert eftir af deildarkeppninni. Við eigum enn eftir að spila þrettán leiki og Liverpool á enn eftir að koma hingað á Old Trafford, svo ég er viss um að þeir meta möguleika sína góða. Liverpool er að spila vel svo þetta gæti orðið jafnt á lokasprettinum," sagði þessi 34 ára gamli miðjumaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×