Innlent

Fundaði með forseta Litháens

Dalia Grybauskaitë
Dalia Grybauskaitë

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fundaði í gær með núverandi og verðandi forseta Litháens.

Á fundum sínum ræddi forsetinn meðal annars hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu, tengsl Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna, og áhrif kreppunnar og viðbrögð við henni. Dalia Grybauskaitë, nýkjörinn forseti Litháens, þekkti vel til íslenskra hagsmuna að sögn forsetaembættisins, en hún hefur áratuga reynslu af forystustörfum innan Evrópusambandsins. Þá þáði Valdas Adamkus, forseti landsins, boð forsetans um að koma í heimsókn til Íslands og flytja opinberan fyrirlestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×