Arsenal tókst ekki að vinna Sunderland 21. febrúar 2009 16:54 Adrei Arshavin NordicPhotos/GettyImages Arsenal missti af mikilvægum stigum í dag þegar liðiði gerði 0-0 jafntefli við Sunderland á Emirates. Þetta var þriðja markalausa jafntefli Arsenal í röð. Tap Aston Villa fyrir Chelsea í dag færði Arsenal kjörið tækifæri til að saxa á forskot Villa. Andrei Arshavin var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal og sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik en leikmenn náðu ekki að nýta færin sín. Sunderland varðist af miklum móð í síðari hálfleik og reyndi lítið að sækja og náði að uppskera jafnteflið sem liðið sóttist eftir. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og átti stóran þátt í því að liðið náði 2-2 jafntefli við Stoke á útivelli. Niko Kranjcar kom Portsmouth yfir á 75. mínútu en tvö mörk frá James Beattie virtust hafa tryggt Stoke 2-1 sigur þegar kappinn skoraði tvö mörk á tveimur mínútum þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Ryan Shawcross varð hinsvegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í blálokin þegar hann blakaði fyrirgjöf Hermanns Hreiðarssonar í eigið net. Bolton vann góðan 2-1 sigur á West Ham á heimavelli sínum þar sem góð byrjun heimamanna gerði út um leikinn. Fyrst skoraði Matty Taylor laglegt mark beint úr aukaspyrnu á tíundu mínutu og aðeins mínútu síðar kom Kevin Davies liðinu í 2-0. Grétar Rafn Steinsson var að venju í byrjunarliði Bolton en West Ham vaknaði loksins til lífsins eftir að hafa lent undir og náði Scott Parker að jafna metin á 66. mínútu. Lengra komust West Ham menn þó ekki og Bolton vann gríðarlega mikilvægan sigur sem kemur liðinu úr bráðustu fallhættu. Loks setti Middlesbrough félagsmet með 14 leikinum í röð án sigurs þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wigan. Innan við tíu þúsund áhorfendur komu að fylgjast með heillum horfnu liði Boro spila enn einn bragðdaufan leikinn, en það voru einna helst slæm meiðsli Didier Digard sem settu svip á leikinn. Digard var fluttur illa meiddur af velli eftir harða tæklingu frá fyrrum Boro-manninum Lee Cattermole. Úrslitin í dag: Arsenal 0 - 0 Sunderland Bolton 2 - 1 West Ham 1-0 M. Taylor ('10) 2-0 K. Davies ('11) 2-1 S. Parker ('66)Stoke City 2 - 2 Portsmouth 0-1 N. Kranjcar ('75) 1-1 J. Beattie ('78, víti) 2-1 J. Beattie ('80) 2-2 R. Shawcross ('90, sjm) Middlesbrough 0 - 0 Wigan Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Arsenal missti af mikilvægum stigum í dag þegar liðiði gerði 0-0 jafntefli við Sunderland á Emirates. Þetta var þriðja markalausa jafntefli Arsenal í röð. Tap Aston Villa fyrir Chelsea í dag færði Arsenal kjörið tækifæri til að saxa á forskot Villa. Andrei Arshavin var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal og sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik en leikmenn náðu ekki að nýta færin sín. Sunderland varðist af miklum móð í síðari hálfleik og reyndi lítið að sækja og náði að uppskera jafnteflið sem liðið sóttist eftir. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og átti stóran þátt í því að liðið náði 2-2 jafntefli við Stoke á útivelli. Niko Kranjcar kom Portsmouth yfir á 75. mínútu en tvö mörk frá James Beattie virtust hafa tryggt Stoke 2-1 sigur þegar kappinn skoraði tvö mörk á tveimur mínútum þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Ryan Shawcross varð hinsvegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í blálokin þegar hann blakaði fyrirgjöf Hermanns Hreiðarssonar í eigið net. Bolton vann góðan 2-1 sigur á West Ham á heimavelli sínum þar sem góð byrjun heimamanna gerði út um leikinn. Fyrst skoraði Matty Taylor laglegt mark beint úr aukaspyrnu á tíundu mínutu og aðeins mínútu síðar kom Kevin Davies liðinu í 2-0. Grétar Rafn Steinsson var að venju í byrjunarliði Bolton en West Ham vaknaði loksins til lífsins eftir að hafa lent undir og náði Scott Parker að jafna metin á 66. mínútu. Lengra komust West Ham menn þó ekki og Bolton vann gríðarlega mikilvægan sigur sem kemur liðinu úr bráðustu fallhættu. Loks setti Middlesbrough félagsmet með 14 leikinum í röð án sigurs þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wigan. Innan við tíu þúsund áhorfendur komu að fylgjast með heillum horfnu liði Boro spila enn einn bragðdaufan leikinn, en það voru einna helst slæm meiðsli Didier Digard sem settu svip á leikinn. Digard var fluttur illa meiddur af velli eftir harða tæklingu frá fyrrum Boro-manninum Lee Cattermole. Úrslitin í dag: Arsenal 0 - 0 Sunderland Bolton 2 - 1 West Ham 1-0 M. Taylor ('10) 2-0 K. Davies ('11) 2-1 S. Parker ('66)Stoke City 2 - 2 Portsmouth 0-1 N. Kranjcar ('75) 1-1 J. Beattie ('78, víti) 2-1 J. Beattie ('80) 2-2 R. Shawcross ('90, sjm) Middlesbrough 0 - 0 Wigan
Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira