Aðgerðir Breta gegn Íslendingum ófyrirgefanlegar 26. janúar 2009 06:45 Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. „Stuðningsmennirnir eru að minnsta kosti brattir enda erum við í áttunda sæti deildarinnar," segir Winstone sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar var hann að leika í kvikmyndinni 13 á móti Mickey Rourke. „Og svo seldum við Craig Bellamy til City með töluverðum ágóða," bætir Winstone við. Ray Winstone hefur reyndar haft horn í síðu auðkýfinga frá framandi löndum sem hafa keypt ensk knattspyrnufélög á undanförnum árum og eytt himinháum fjárhæðum í knattspyrnustjörnur. Og nefnir nú síðast Manchester City sem virðist hafa yfirfulla vasa af klinki. „Ólíkt þeim þá gat maður tengt sig við Björgólf og Íslendingana, ég meina, það rennur sameiginlegt víkingablóð í æðum okkar," segir Ray og vill því ekki taka undir þau orð að Björgólfur hafi komið West Ham á kaldan klaka. „Ég skelli skuldinni alfarið á bankakerfið, ekki á Björgólf persónulega heldur bankakerfið í heild sinni," útskýrir Ray. Winstone kom hingað til lands fyrir þremur árum. Og segist hafa fallið fyrir land og þjóð. Hann langi meira að segja að koma hingað og veiða í einhverri af ám landsins. „Svo lengi sem ég þarf ekki að borða ónýtan hákarl," segir Ray og hryllir við þegar hann er upplýstur um að nú sé akkúrat runninn upp tími þorramatar á Íslandi. Þegar talið berst frá íslenskum laxi og silungi aftur að efnahagsvandræðum Íslendinga fýkur í Ray þegar hann rifjar upp hryðjuverkalögin sem sett voru á Ísland. „Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt af breskum stjórnvöldum. Algjörlega út í hött," segir Ray og er heitt í hamsi. „Við eigum okkur sögu, Íslendingar og Bretar, við stóðum saman í seinni heimstyrjöldinni og þetta var alveg fráleitt." Og þegar blaðamaður segir honum frá lopapeysusöfnun landsmanna handa köldum gamalmennum í Bretlandi þá er Ray eiginlega bara nóg boðið. „Þið eigið ekkert að vera gera þetta, mér finnst þetta bara skandall, að svona skuli vera komið fram við eldri borgara. En þegar gamalmenni eru að hrynja niður af kulda og hryðjuverkalöggjöf er beitt á vinaþjóð þá hlýtur það að segja manni að eitthvað er að í bresku samfélagi." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. „Stuðningsmennirnir eru að minnsta kosti brattir enda erum við í áttunda sæti deildarinnar," segir Winstone sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar var hann að leika í kvikmyndinni 13 á móti Mickey Rourke. „Og svo seldum við Craig Bellamy til City með töluverðum ágóða," bætir Winstone við. Ray Winstone hefur reyndar haft horn í síðu auðkýfinga frá framandi löndum sem hafa keypt ensk knattspyrnufélög á undanförnum árum og eytt himinháum fjárhæðum í knattspyrnustjörnur. Og nefnir nú síðast Manchester City sem virðist hafa yfirfulla vasa af klinki. „Ólíkt þeim þá gat maður tengt sig við Björgólf og Íslendingana, ég meina, það rennur sameiginlegt víkingablóð í æðum okkar," segir Ray og vill því ekki taka undir þau orð að Björgólfur hafi komið West Ham á kaldan klaka. „Ég skelli skuldinni alfarið á bankakerfið, ekki á Björgólf persónulega heldur bankakerfið í heild sinni," útskýrir Ray. Winstone kom hingað til lands fyrir þremur árum. Og segist hafa fallið fyrir land og þjóð. Hann langi meira að segja að koma hingað og veiða í einhverri af ám landsins. „Svo lengi sem ég þarf ekki að borða ónýtan hákarl," segir Ray og hryllir við þegar hann er upplýstur um að nú sé akkúrat runninn upp tími þorramatar á Íslandi. Þegar talið berst frá íslenskum laxi og silungi aftur að efnahagsvandræðum Íslendinga fýkur í Ray þegar hann rifjar upp hryðjuverkalögin sem sett voru á Ísland. „Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt af breskum stjórnvöldum. Algjörlega út í hött," segir Ray og er heitt í hamsi. „Við eigum okkur sögu, Íslendingar og Bretar, við stóðum saman í seinni heimstyrjöldinni og þetta var alveg fráleitt." Og þegar blaðamaður segir honum frá lopapeysusöfnun landsmanna handa köldum gamalmennum í Bretlandi þá er Ray eiginlega bara nóg boðið. „Þið eigið ekkert að vera gera þetta, mér finnst þetta bara skandall, að svona skuli vera komið fram við eldri borgara. En þegar gamalmenni eru að hrynja niður af kulda og hryðjuverkalöggjöf er beitt á vinaþjóð þá hlýtur það að segja manni að eitthvað er að í bresku samfélagi." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira