Lífið

Samstarf á ís

Raggi og Megas Samstarf sem sett var á ís vegna afmælis Ragga.
Raggi og Megas Samstarf sem sett var á ís vegna afmælis Ragga.

Lítið hefur heyrst frá Megasi eftir að hann sendi frá sér metsöluplötuna Á morgun í fyrra. Þó eru ýmsar þreifingar í gangi, meðal annars hefur Raggi Bjarna sungið inn eitt lag eftir hann, „Meinfreyjublús".

„Megas var með þá hugmynd að semja heila plötu fyrir Ragga og pródúsera hana og þetta lag er það fyrsta sem kom út úr því," segir Guðmundur Kristinn Jónsson í Senuþjófunum sem einnig rekur stúdíó Hljóðrita. „Þetta prójekt fór þó alveg í fokk í bili því Raggi verður 75 ára á árinu og nú er verið að gera „best of"-plötu með honum. Þó er aldrei að vita nema þetta verði klárað seinna."

Megas hefur sungið inn tvo nýja dúetta með Ágústu Evu. „Það er fyrir kynningarþátt af Baggalútsútvarpsþætti sem verið er að koma saman," segir Guðmundur.

Að sögn Rúnars Birgissonar, umboðsmanns Megasar, hillir nú loksins undir að heimasíða Megasar, megas.is, fari í loftið. „Sá sem ætlaði að sjá um síðuna fyrir okkur fór af landinu þannig að við urðum að hugsa þetta upp á nýtt. Ég á von á að síðan fari upp til bráðabirgða innan tveggja vikna." - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.