Byrjuð að pakka niður í menntamálaráðuneytinu 27. janúar 2009 19:33 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fráfarandi menntamálaráðherra segist vera byrjuð að pakka niður í ráðuneyti sínu. Þar hafi ekkert farið í tætarann enda sé allt á hreinu. Þetta sagði Þorgerður í Íslandi í dag fyrir stundu. Hún sagði ljóst að enginn málefnanlegur ágreiningur hefði verið á milli ríkisstjórnarflokkanna og samstarfið hefði steytt á kröfu Samfylkingarinnar um stól forsætisráðherra. Málið snúist ekki um sína persónu. Hún óskar Jóhönnu Sigurðardóttur velfarnaðar í komandi starfi. „Ég held að hún muni spjara sig vel og mér þykir vænt um hana Jóhönnu og ber mikla virðingu fyrir henni. Það er gott að vinna með Jóhönnu og ég hef lært mikið af henni. Hún er einstök kona og ég get ekki annað en óskað henni velfarnaðar í því viðamikla starfi sem hún er að fara að takast á við," sagði Þorgerður Katrín. Hún vildi undirstrika að hennar persónu hefði ekki skipt neinu. Geir hefði boðist til þess að stíga til hliðar ef hans persóna og veikindi stæðu í vegi fyrir samstarfinu. „Og það er bara þannig í okkar flokki að þá tekur varaformaðurinn við og það var ég í þessu tilfelli. Það hafði ekkert að gera með að ég yrði fyrsta konan," sagði Þorgerður og bætti því við að það væri síðan eftirá skýring að samband hennar og Ingibjargar væri ekki gott. „Samband okkar hefur verið með ágætum og mér er hlýtt til hennar. Ég vona að henni farnist vel í sínum veikindum því það skiptir miklu máli að hún nái sér." Þorgerður sagðist ennþá vera að íhuga hvort hún muni bjóða sig fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði mikið líf í flokknum og evrópuumræðan hefði kveikt í fólki. „Það er aðeins verið að hrista upp í okkur núna og við verðum að horfa til fortíðar, læra af henni og horfast í augu við það sem við höfum gert." Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fráfarandi menntamálaráðherra segist vera byrjuð að pakka niður í ráðuneyti sínu. Þar hafi ekkert farið í tætarann enda sé allt á hreinu. Þetta sagði Þorgerður í Íslandi í dag fyrir stundu. Hún sagði ljóst að enginn málefnanlegur ágreiningur hefði verið á milli ríkisstjórnarflokkanna og samstarfið hefði steytt á kröfu Samfylkingarinnar um stól forsætisráðherra. Málið snúist ekki um sína persónu. Hún óskar Jóhönnu Sigurðardóttur velfarnaðar í komandi starfi. „Ég held að hún muni spjara sig vel og mér þykir vænt um hana Jóhönnu og ber mikla virðingu fyrir henni. Það er gott að vinna með Jóhönnu og ég hef lært mikið af henni. Hún er einstök kona og ég get ekki annað en óskað henni velfarnaðar í því viðamikla starfi sem hún er að fara að takast á við," sagði Þorgerður Katrín. Hún vildi undirstrika að hennar persónu hefði ekki skipt neinu. Geir hefði boðist til þess að stíga til hliðar ef hans persóna og veikindi stæðu í vegi fyrir samstarfinu. „Og það er bara þannig í okkar flokki að þá tekur varaformaðurinn við og það var ég í þessu tilfelli. Það hafði ekkert að gera með að ég yrði fyrsta konan," sagði Þorgerður og bætti því við að það væri síðan eftirá skýring að samband hennar og Ingibjargar væri ekki gott. „Samband okkar hefur verið með ágætum og mér er hlýtt til hennar. Ég vona að henni farnist vel í sínum veikindum því það skiptir miklu máli að hún nái sér." Þorgerður sagðist ennþá vera að íhuga hvort hún muni bjóða sig fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði mikið líf í flokknum og evrópuumræðan hefði kveikt í fólki. „Það er aðeins verið að hrista upp í okkur núna og við verðum að horfa til fortíðar, læra af henni og horfast í augu við það sem við höfum gert."
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira