Lífið

Gefa út fjóra diska

B-Ruff og Gísli. Plötusnúðarnir ætla að létta fólki lundina á næstum mánuðum og halda uppi hörkustemningu.
B-Ruff og Gísli. Plötusnúðarnir ætla að létta fólki lundina á næstum mánuðum og halda uppi hörkustemningu.

Plötusnúðarnir B-Ruff og Gísli Galdur hafa ákveðið að gefa út fjóra mix-diska með tveggja mánaða millibili. Veglegt partí fylgir hverri útgáfu sem verður haldið í höfuðstöðvum verslunarinnar Kronkron.

Fyrsti diskurinn hefur að geyma safaríka danstónlist og í tilefni útgáfunnar verður fyrsta partíið haldið á laugardagskvöld. „Við ætlum að fylgja fólki inn í sumarið með þetta og síðan endum við í september,“ segir B-Ruff. „Okkur langaði að létta fólki lundina. Það er líka ákveðin hönnun fyrir „coverið“ og ef þú safnar öllum fjórum diskunum þá er seríu-form á þessu með mismunandi tónlistarstefnum.“ B-Ruff hvetur fólk til að mæta snemma í partíin vilji það tryggja sér eintök af diskunum, sem koma út í takmörkuðu upplagi. Stuðið á laugardag byrjar klukkan 21 og stendur yfir til 23.30.“- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.