Erlent

Múslimar verja Noregskonung

Óli Tynes skrifar
Haraldur konungur við setningu Stórþingsins.
Haraldur konungur við setningu Stórþingsins.

Haraldur Noregskonungur hefur fengið bágt fyrir orð sem hann lét falla þegar hann heimsótti bænahús múslima í Osló í gær.

Þar sagði hann að hann mæti trúfelsi mikils og bæri virðingu fyrir öllum trúarbrögðum. Sér fyndist þó að konungur Noregs ætti að vera kristinnar trúar.

Þessi ummæli hafa ýmsir harmað. Meðal þeirra Jens Brun-Pedersen talsmaður samtaka sem kalla sig Human-Etisk Forbund. Hann segir að konungur hafi fullan rétt á að velja sér kristni sem trúarbrögð.

Hinsvegar sé mjög bagalegt að hann skuli vera að blanda sér í eitthvað sem komi honum ekki við sem sé stjórnarfarið í landinu.

Með því að segja að honum finnist að framtíðarkonungar Noregs eigi einnig að vera kristnir sé hann að takmarka það trúfrelsi sem hann sjálfur nýti sér.

Það er þó að vísu bundið í stjórnarskrá Noregs að konungurinn eigi að vera kristinn.

En fleiri hafa tekið í sama streng og Brun-Pedersen. Ekki deila þó allir á konung fyrir þessi ummæli.

Shoaib Sultan sem er formaður Múslimaráðs Noregs sagði aðspurður; -Þetta er skoðun sem má hafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×