Innlent

Bjarni varð efstur í Kraganum - Búið að telja

Bjarni Benediktsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Bjarni Benediktsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Lokatölur liggja fyrir í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Ekki urðu breytingar á röðun efstu manna á listanum. Bjarni Benediktsson mun því leiða listann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður í öðru sæti og Ragnheiður Ríkharðsdóttir í því þriðja.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, skaust á endasprettinum upp í 6. sæti listans og Ármann Kr. Ólafsson hafnaði í því sjöunda. Aðeins munaði fimm atkvæðum á þeim Ármanni og Rósu undir það síðasta.

Nákvæma skiptingu atkvæða má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×