Enski boltinn

Quaresma til Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ricardo Quaresma.
Ricardo Quaresma.

Ricardo Quaresma hefur verið lánaður frá Inter til Chelsea út leiktíðina. Þessi portúgalski vængmaður gekk til liðs við Inter frá Porto í sumar en hefur ekki fundið sig í ítalska boltanum.

Sögur voru í gangi um að Quaresma væri á leið til Tottenham eftir að hann sást í Lundúnum í dag. Nú er hinsvegar ljóst að hann fundaði með forráðamönnum Chelsea.

Quaresma var á sínum tíma í herbúðum Barcelona í skamman tíma en eftir að hafa farið á kostum með Porto í Meistaradeildinni var hann eftirsóttur af mörgum stórliðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×