Neistaflugið enn til staðar 22. janúar 2009 04:45 Kate Winslet og Leonardo DiCapro í Revolutionary Road. Titanic-parið Kate Winslet og Leonardo DiCaprio leiða aftur saman hesta sína í hinni dramatísku Revolutionary Road sem verður frumsýnd á morgun. Mörgum er eflaust enn í fersku minni ástarsamband Winslet og DiCaprio í hinni ógnarvinsælu Titanic árið 1997. Neistaflugið á milli þeirra var umtalað og átti tvímælalaust stóran þátt í vinsældum myndarinnar. Síðan þá hefur vegur þeirra beggja aukist jafnt og þétt og skín stjarna þeirra skærar núna en nokkru sinni fyrr, sérstaklega Winslet sem hampaði nýlega tvennum Golden Globe-verðlaunum. Voru önnur þeirra einmitt fyrir frammistöðuna í Revolutionary Road. Á þessum tólf árum síðan Titanic gerði allt vitlaust hafa peningamenn í Hollywood beitt öllum brögðum til að fá gamla dúettinn til að endurvekja töfrana en án árangurs, allt þar til nú. Skipti þar eflaust mestu máli að leikstjóri myndarinnar er enginn annar en eiginmaður Winslet, hinn virti Sam Mendes sem á að baki fín verk á borð við American Beauty, Road to Perdition og Jarhead. Revolutionary Road fjallar um April og Frank, ung hjón með tvö börn í úthverfi Connecticut um miðjan sjötta áratuginn. Þrátt fyrir að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu finnst þeim eitthvað vanta í lífið. Frank skaffar vel í skrifstofustarfi sem honum hundleiðist og April átti sér drauma um að verða leikkona en sinnir nú húsmóðurstörfum. Þau taka sig til og ákveða að flytja til Frakklands í von um nýtt og betra líf. Þessi umbreyting gengur aftur á móti afar brösuglega með sífelldum rifrildum sem gætu mögulega bundið enda á samband þeirra. Myndin fær mjög góða dóma í erlendu pressunni og svo virðist sem neistinn á milli Winslet og DiCaprio hafi hvergi nærri dofnað. Myndin fær 7,9 af 10 mögulegum á síðunni Imdb.com og 67% á Rottentomatoes.com. - fb Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Titanic-parið Kate Winslet og Leonardo DiCaprio leiða aftur saman hesta sína í hinni dramatísku Revolutionary Road sem verður frumsýnd á morgun. Mörgum er eflaust enn í fersku minni ástarsamband Winslet og DiCaprio í hinni ógnarvinsælu Titanic árið 1997. Neistaflugið á milli þeirra var umtalað og átti tvímælalaust stóran þátt í vinsældum myndarinnar. Síðan þá hefur vegur þeirra beggja aukist jafnt og þétt og skín stjarna þeirra skærar núna en nokkru sinni fyrr, sérstaklega Winslet sem hampaði nýlega tvennum Golden Globe-verðlaunum. Voru önnur þeirra einmitt fyrir frammistöðuna í Revolutionary Road. Á þessum tólf árum síðan Titanic gerði allt vitlaust hafa peningamenn í Hollywood beitt öllum brögðum til að fá gamla dúettinn til að endurvekja töfrana en án árangurs, allt þar til nú. Skipti þar eflaust mestu máli að leikstjóri myndarinnar er enginn annar en eiginmaður Winslet, hinn virti Sam Mendes sem á að baki fín verk á borð við American Beauty, Road to Perdition og Jarhead. Revolutionary Road fjallar um April og Frank, ung hjón með tvö börn í úthverfi Connecticut um miðjan sjötta áratuginn. Þrátt fyrir að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu finnst þeim eitthvað vanta í lífið. Frank skaffar vel í skrifstofustarfi sem honum hundleiðist og April átti sér drauma um að verða leikkona en sinnir nú húsmóðurstörfum. Þau taka sig til og ákveða að flytja til Frakklands í von um nýtt og betra líf. Þessi umbreyting gengur aftur á móti afar brösuglega með sífelldum rifrildum sem gætu mögulega bundið enda á samband þeirra. Myndin fær mjög góða dóma í erlendu pressunni og svo virðist sem neistinn á milli Winslet og DiCaprio hafi hvergi nærri dofnað. Myndin fær 7,9 af 10 mögulegum á síðunni Imdb.com og 67% á Rottentomatoes.com. - fb
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira