Erlent

Íranskir klerkar efast um klerkastjórnina

Mótmæli í Íran.
Mótmæli í Íran.

Hópur íranskra klerka hafa véfengt niðurstöðu klerkaráðsins um að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sé réttkjörinn.

Óeirðaraldan sem reið yfir höfuðborg Írans, Teheran, hefur lægt eftir að óeirðarsveitir fóru að skjóta mótmælendur á götum úti. 20 manns hafa látist og yfir hundrað manns verið fangelsaðir.

Klerkahópurinn sendi frá sér yfirlýsingu um að þeir efuðustum um réttmæti niðustöðu klerkaráðsins.

Hinir vantrúuðu klerkar, sem tilheyra Qom klerka- og fræðimannasamtökunum eru heldur opnari fyrir breytingum en margir kollegar sínir.

Stjórnmálaspekingar telja yfirlýsingu klerkanna merki um klofining í valdastétt Írans.

Klerkarnir segja að klerkastjórnin hafi tapað hlutlausri ímynd sinni sem almenningur hafði á þeim.

Þá draga þeir í efa að ráðið geti einfaldlega úrskurðað að kosningarnar hafi farið eins og þeir segja án þess að það sé sannreynt á nokkurn hátt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×