Enski boltinn

Leiva er í rusli eftir rauða spjaldið

Leiva var sendur í bað í leiknum gegn Everton
Leiva var sendur í bað í leiknum gegn Everton NordicPhotos/GettyImages

Brasilíumaðurinn Lucas Leiva hjá Liverpool er enn í öngum sínum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í bikarleiknum gegn Everton í vikunni.

Miðjumaðurinn ungi var rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald og fyrir vikið var Liverpool aðeins með 10 menn í framlengingunni þar sem Everton tryggði sér dramatískan 1-0 sigur og komst í fimmtu umferðina.

"Ég var mjög dapur yfir því að skilja svona við félaga mína og hef lært mína lexíu. Andrúmsloftið í klefanum eftir leikinn var mjög þungt, sérstaklega í ljósi þess hvernig við töpuðum leiknum," sagði Leiva í samtali við Sun.

Hann segir Liverpool þó ekki ætla að hengja haus yfir úrslitunum, enda sé liðið enn á fullu í Meistaradeildinni.

"Það má vera að við höfum tapað en mér hefur ekki fundist Everton verið betra en við í þessum leikjum undanfarið. Við höfum nóg af öðrum hlutum til að einbeita okkur að - eins og t.d. Meistaradeildina," sagði Brasilíumaðurinn.

Liverpool og Everton hafa mæst þrisvar á stuttum tíma en Liverpool tókst ekki að vinna neinn þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×