Lífið

Undirbúa sumarið

Hljómsveitin Skakkamanage spilar í tjaldinu við Klapparstíg 38 í kvöld.
Hljómsveitin Skakkamanage spilar í tjaldinu við Klapparstíg 38 í kvöld.
Hljómsveitirnar Skakkamanage og Létt á bárunni halda partí í tjaldinu við Klapparstíg 38 við veitingastaðinn Basil & Lime í kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikar Létt á bárunni sunnan heiða en sveitin er skipuð Svavari Pétri Eysteinssyni og Berglind Häsler sem eru bæði í Skakkamanage. Plötusnúðarnir Pasta & Basta koma einnig fram. „Við ætlum að búa fólk undir komu sumarsins og útilegu- og tjaldstemninguna,“ segir Svavar Pétur. „Þarna verður dansað fram eftir nóttu.“ Stuðið hefst klukkan 22 og stendur til 1. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.