Innlent

Lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi HS Orku

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Sigrún Elsa.
Sigrún Elsa. Mynd/Haraldur Jónasson

Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi söluna á HS Orku á fundi borgarráðs í dag. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í stjórn Orkuveitunnar, segir málið yfirgripsmikið og því hafi minnihlutaflokkarnir lagt fram fyrirspurnirnar.

Borgarráð Reykjavíkur ákvað að ósk fulltrúa minnihlutans í ráðinu að fresta um viku afgreiðslu á sölu á hlut Orkuveitur Reykjavíkur í HS Orku til Magma Energy. Fulltrúar Samfylkingar og VG greiddu atkvæði gegn samningnum þegar hann var afgreiddur út úr stjórn Orkuveitunnar á mánudaginn og gagnrýnu þann skamma tíma sem stjórnarmönnum gafst á að kynna sér efni samningsins.

„Það eru óþolandi vinnubrögð að afhenda stjórnarmönnum gögnin og gefa þeim klukkutíma til að fara yfir þau" segir Sigrún Elsa.

Samfylkingin og VG óska meðal annars eftir áliti borgarlögmanns um réttarstöðu borgarinnar gagnvart Hafnarfjarðabæ vegna samkomulagsins.

Þá óska flokkarnir einnig eftir yfirliti yfir þá sem standa á bak við eignarhaldsfélögin sem eiga Geysi Green Energy og Magma Energy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×