Innlent

Bóluefni tilbúið í september

Flensa Svínaflensan breiðist nú út víða um heim, en búist er við því að tilvikum fjölgi hér á landi þegar hausta tekur.Nordicphotos/AFP
Flensa Svínaflensan breiðist nú út víða um heim, en búist er við því að tilvikum fjölgi hér á landi þegar hausta tekur.Nordicphotos/AFP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir prófanir á bóluefnum gegn svínaflensunni H1N1 á áætlun. Áætlanir gera ráð fyrir því að fyrstu skammtarnir verði tilbúnir í september.

Tilraunir með lyfið eru nú hafnar hjá þremur framleiðendum, en meðal þess sem kanna á er hversu oft þurfi að bólusetja hvern einstakling. Hingað til hefur verið talið að hver maður þurfi tvo skammta af bóluefni.

Íslenska ríkið hefur tryggt sér kauprétt á 300 þúsund skömmtum, sem talið er að dugi til að bólusetja 150 þúsund manns, tæpan helming landsmanna.

Alls hafa nú 72 smitast af svínaflensu hérlendis. Langflestir eru á aldrinum 15 til 19 ára eða alls 23. Ellefu börn á aldrinum 5 til 14 ára hafa smitast.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×