Engin evra næstu 6-15 ár Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 19. janúar 2009 23:06 Pétur H. Blöndal. Að ganga í Evrópusambandið tefur frekar en flýtir fyrir upptöku evru, segir Pétur Blöndal alþingismaður. Hann segir bankahrunið, jöklabréfin, lánið frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum og risareikning vegna Icesave binda á landið skuldaklafa sem geri það að verkum að landið geti ómögulega uppfyllt skilyrði Maastricht sáttmálans fyrir upptöku evru næstu árin. „Það fer eftir því hvernig um það semst, en ef það verður fallist á kröfur að Evrópusambandsins um Icesave reikningana að fullu og eignir Landsbankans verða verðminni en talið er nú þá er búið að binda á landið þvílíkan skuldaklafa að við uppfyllum ekki skilyrði Maastricht sáttmálans fyrr en í fyrsta lagi eftir 6-15 ár." Meðal skilyrða fyrir upptöku evru er að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu, og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af vergri landsframleiðslu. Pétur segir að vegna jöklabréfanna verði ekki unnt að taka upp haftalausan gjaldeyrismarkað hér á landi fyrr en eftir 2-3 ár. Á meðan sé ekki hægt að skipta um mynt. Ef það yrði gert nú myndi þetta fé í eigu útlendinga streyma úr landi. Sala eins eða fleiri banka til útlendinga gæti stytt þennan tíma verulega, þar sem þeir kæmu inn með gjaldeyri á móti jöklabréfunum. Evrópusambandið er ekki sá töfrasproti sem margir vonast til að geti bjargað málum hér á svipstundu að mati Péturs. „Ég held að menn þurfi bara að borga skuldirnar sínar. Það er komið að skuldadögum," segir Pétur. „Þjóninn er kominn með reikninginn." Þegar jafnvægi kemst á gjaldeyrismálin telur Pétur réttast að taka upp norska krónu. Bæði löndin séu orkuframleiðendur og sjávarútvegsþjóðir. Því megi gera ráð fyrir því að hagsveiflur þeirra séu í takt. Íslendingar myndu þá hugsanlega gera samning við norska seðlabankann um að stýra norsku krónunni sameiginlega. Undirstaða myntarinnar yrði orkuframleiðsla, og síðarmeir mætti bæta Grænlandi og Færeyjum í myntbandalagið. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Að ganga í Evrópusambandið tefur frekar en flýtir fyrir upptöku evru, segir Pétur Blöndal alþingismaður. Hann segir bankahrunið, jöklabréfin, lánið frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum og risareikning vegna Icesave binda á landið skuldaklafa sem geri það að verkum að landið geti ómögulega uppfyllt skilyrði Maastricht sáttmálans fyrir upptöku evru næstu árin. „Það fer eftir því hvernig um það semst, en ef það verður fallist á kröfur að Evrópusambandsins um Icesave reikningana að fullu og eignir Landsbankans verða verðminni en talið er nú þá er búið að binda á landið þvílíkan skuldaklafa að við uppfyllum ekki skilyrði Maastricht sáttmálans fyrr en í fyrsta lagi eftir 6-15 ár." Meðal skilyrða fyrir upptöku evru er að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu, og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af vergri landsframleiðslu. Pétur segir að vegna jöklabréfanna verði ekki unnt að taka upp haftalausan gjaldeyrismarkað hér á landi fyrr en eftir 2-3 ár. Á meðan sé ekki hægt að skipta um mynt. Ef það yrði gert nú myndi þetta fé í eigu útlendinga streyma úr landi. Sala eins eða fleiri banka til útlendinga gæti stytt þennan tíma verulega, þar sem þeir kæmu inn með gjaldeyri á móti jöklabréfunum. Evrópusambandið er ekki sá töfrasproti sem margir vonast til að geti bjargað málum hér á svipstundu að mati Péturs. „Ég held að menn þurfi bara að borga skuldirnar sínar. Það er komið að skuldadögum," segir Pétur. „Þjóninn er kominn með reikninginn." Þegar jafnvægi kemst á gjaldeyrismálin telur Pétur réttast að taka upp norska krónu. Bæði löndin séu orkuframleiðendur og sjávarútvegsþjóðir. Því megi gera ráð fyrir því að hagsveiflur þeirra séu í takt. Íslendingar myndu þá hugsanlega gera samning við norska seðlabankann um að stýra norsku krónunni sameiginlega. Undirstaða myntarinnar yrði orkuframleiðsla, og síðarmeir mætti bæta Grænlandi og Færeyjum í myntbandalagið.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent