Miklir erfiðleikar á 30 þúsund heimilum 11. mars 2009 05:15 Þröng staða margra. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra upplýsti í gær að eiginfjárstaða um 30 þúsund heimila væri neikvæð eða við það að verða neikvæð. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra greindi frá stofnun eignaumsýslufélags ríkisins. fréttablaðið/gva Hugsanlegt er að afskrifa þurfi allt að 40 prósent skulda verst settu fjölskyldnanna í landinu og eru stjórnvöld reiðubúin að beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum í gær. Seðlabankinn hefur unnið að kortlagningu á fjárhagsstöðu heimilanna í landinu og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er eiginfjárstaða fjórtán þúsund heimila (18% heimila landsins) neikvæð. Þá nemur eiginfjárstaða um sextán þúsund heimila (20% heimila landsins) innan við fimm milljónum króna. Í bráðabirgðaniðurstöðunum er ekki tekið tillit til bílalána og yfirdráttarlána sem ugglaust gera stöðuna enn verri. Jóhanna sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst miðast við að hjálpa verst stöddu heimilunum. Hún hafni því hugmyndum um flata tuttugu prósenta afskrift. „Við teljum ekki rétt að afskrifa flatt yfir alla línuna hvort sem fólk þarf á því að halda eða ekki. Við viljum frekar hafa svigrúm til að gera betur og meira fyrir þá sem eru verst settir.“ Jóhanna greindi frá fimm málum sem ríkisstjórnin hefur afgreitt eða vinnur að og eru ívilnandi fyrir heimilin. Ríkisstjórnin samþykkti í gær stofnun eignaumsýslufélags sem á að taka yfir og leysa úr málum „þjóðhagslega mjög mikilvægra fyrirtækja,“ eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra orðaði það á blaðamannafundinum. Mikilvægið ræðst af nauðsyn starfsemi fyrirtækjanna fyrir samfélagið og tiltók Steingrímur öryggisþætti á borð við fæðuöryggi, samgönguöryggi og fjarskiptaöryggi. Eingaumsýslufélagið verður sjálfstætt fyrirtæki með sjálfstæðri stjórn og tekur ákvarðanir á grundvelli laga og reglna í samstarfi við Seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins. Þá greindi Steingrímur frá hugmyndum sem uppi eru um að breyta greiðsluröð vegna vanskila á skattakröfum á þann veg að greitt verði fyrst inn á höfuðstól skuldarinnar en ekki af vöxtum líkt og nú er. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hugsanlegt er að afskrifa þurfi allt að 40 prósent skulda verst settu fjölskyldnanna í landinu og eru stjórnvöld reiðubúin að beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum í gær. Seðlabankinn hefur unnið að kortlagningu á fjárhagsstöðu heimilanna í landinu og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er eiginfjárstaða fjórtán þúsund heimila (18% heimila landsins) neikvæð. Þá nemur eiginfjárstaða um sextán þúsund heimila (20% heimila landsins) innan við fimm milljónum króna. Í bráðabirgðaniðurstöðunum er ekki tekið tillit til bílalána og yfirdráttarlána sem ugglaust gera stöðuna enn verri. Jóhanna sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst miðast við að hjálpa verst stöddu heimilunum. Hún hafni því hugmyndum um flata tuttugu prósenta afskrift. „Við teljum ekki rétt að afskrifa flatt yfir alla línuna hvort sem fólk þarf á því að halda eða ekki. Við viljum frekar hafa svigrúm til að gera betur og meira fyrir þá sem eru verst settir.“ Jóhanna greindi frá fimm málum sem ríkisstjórnin hefur afgreitt eða vinnur að og eru ívilnandi fyrir heimilin. Ríkisstjórnin samþykkti í gær stofnun eignaumsýslufélags sem á að taka yfir og leysa úr málum „þjóðhagslega mjög mikilvægra fyrirtækja,“ eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra orðaði það á blaðamannafundinum. Mikilvægið ræðst af nauðsyn starfsemi fyrirtækjanna fyrir samfélagið og tiltók Steingrímur öryggisþætti á borð við fæðuöryggi, samgönguöryggi og fjarskiptaöryggi. Eingaumsýslufélagið verður sjálfstætt fyrirtæki með sjálfstæðri stjórn og tekur ákvarðanir á grundvelli laga og reglna í samstarfi við Seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins. Þá greindi Steingrímur frá hugmyndum sem uppi eru um að breyta greiðsluröð vegna vanskila á skattakröfum á þann veg að greitt verði fyrst inn á höfuðstól skuldarinnar en ekki af vöxtum líkt og nú er. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira