Enski boltinn

Stoke vann Man City manni færri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Beattie fagnar marki sínu í dag.
James Beattie fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images

Stoke gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Manchester City þó svo að Rory Delap hafi fengið að líta rauða spjaldið snemma leiks.

Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum.

Delap fékk rautt fyrir að sparka í Shaun Wright-Phillips en þrátt fyrir það tókst Stoke að komast yfir með skallamarki James Beattie í fyrri hálfleik. Beattie skoraði markið eftir fyrirgjöf Matthew Ethrington frá vinstri.

City var miklu meira með boltann í leiknum en náði að skapa sér afar fá færi. Liðið átti reyndar aðeins eitt skot sem hitti mark Stoke allan leikinn.

City er sem fyrr í níunda sæti deildarinnar en það gæti breyst ef úrslit annarra leikja verða þeim óhagstæð. Stoke lyfti sér úr fallsæti með sigrinum og er nú í 16. sæti með 24 stig og er ekki nema fjórum stigum á eftir City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×